Ronaldo vildi fara til Frakklands

Cristiano Ronaldo vildi fara til Frakklands.
Cristiano Ronaldo vildi fara til Frakklands. AFP

Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo hafði áhuga á að fara til Frakklandsmeistara PSG í sumar áður en kórónuveiran setti strik í reikninginn. France Football greinir frá. 

Hinn 35 ára gamli Ronaldo kom til Juventus frá Real Madrid fyrir tveimur árum og hefur orðið ítalskur meistari í tvígang. Hann var þó farinn að hugsa sér til hreyfings í október að sögn franska miðilsins. 

Vildi Ronaldo ólmur spila með Neymar og Kylian Mbappé í París og þá á hann góðar minningar frá borginni þar sem hann varð Evrópumeistari með Portúgal árið 2016. Ljóst er að PSG er ekki í stöðu til að festa kaup á Ronaldo á meðan heimsfaraldur geisar. 

Ronaldo hefur skorað 63 mörk í 88 leikjum með Juventus. Verður liðið í eldlínunni næstkomandi föstudag er það mætir Lyon í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lauk fyrri leiknum í febrúar með 1:0-sigri Lyon. 

mbl.is