Andri Guðjohnsen gekkst undir aðgerð

Andri Lucas Guðjohnsen í leik með unglingaliði Real Madrid.
Andri Lucas Guðjohnsen í leik með unglingaliði Real Madrid. Ljósmynd/Real Madrid

Knatt­spyrnumaður­inn ungi Andri Lucas Guðjohnsen fór í aðgerð í gær eftir að hann sleit krossband í hné á æfingu með unglingaliði Real Madríd á dögunum.

Andri, sem er 18 ára gamall, verður sennilega frá næsta hálfa árið en aðgerðin gekk þó afar vel að sögn umboðsskrifstofu hans sem sagði frá á samfélagsmiðlum.

Andri hef­ur leikið vel með ung­lingaliði Real Madrid síðustu mánuði og var hann á lista The Guar­di­an yfir 60 efni­leg­ustu leik­menn heims sem eru fædd­ir 2002 eða síðar.

Kom það mörg­um á óvart að Andri hafi farið til Real Madríd eft­ir að hafa leikið með yngri liðum Barcelona og Esp­anyol. Eiður Smári Guðjohnsen faðir hans lék á sín­um tíma með Barcelona. Andri Lucas hef­ur leikið með U16, U17, U18 og U19 ára landsliðum Íslands og skorað tólf mörk í 28 leikj­um.


mbl.is