Skoraði á annarri mínútu í Íslendingaslag

Matthías Vilhjálmsson
Matthías Vilhjálmsson

Matth­ías Vil­hjálms­son skoraði sitt fjórða mark í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag er Vålerenga tók á móti Alfons Sampsted og félögum í Bodö/Glimt.

Liðin skildu jöfn, 2:2, en Ísfirðingurinn skoraði fyrsta mark leiksins strax á annarri mínútu. Hann spilaði allan leikinn í framlínu heimamanna og Alfons spilaði sömuleiðis allan leikinn í hægribakvarðarstöðu gestanna.

Bodö/Glimt er áfram á toppnum með 35 stig eftir 13 leiki en liðið hefur enn ekki tapað leik. Vålerenga er í 3. sæti með 23 stig.

mbl.is