Skoruðu fjögur mörk í fyrri hálfleik

Ronald Koeman knattspyrnustjóri Barcelona fagnar Ansu Fati á Camp Nou …
Ronald Koeman knattspyrnustjóri Barcelona fagnar Ansu Fati á Camp Nou í kvöld. AFP

Barcelona hóf keppni í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld með sannfærandi heimasigri á Villarreal, 4:0.

Úrslitin voru ráðin þegar í hálfleik. Táningurinn Ansu Fati skoraði tvívegis á fyrstu 20 mínútunum, eftir sendingar frá Jordi Alba og Philippe Coutinho, og Lionel Messi skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu á 35. mínútu. Leikmenn Villarreal skoruðu sjálfsmark áður en flautað var til leikhlés og eftirleikurinn var því afar þægilegur fyrir leikmenn Barcelona.

mbl.is