Chelsea og United í eldlínunni

Manchester United mætir Paris SG í kvöld.
Manchester United mætir Paris SG í kvöld. AFP

Riðlakeppnin í Meistaradeild Evrópu í fótbolta hefst í kvöld með átta leikjum. Verða ensku liðin Chelsea og Manchester United m.a. í sviðsljósinu. 

Stærsti leikur kvöldsins verður í París þar sem Manchester United heimsækir Paris SG. United vann eftirminnilegan sigur á franska liðinu í sömu keppni í 16-liða úrslitum fyrir tveimur tímabilum, 3:1, þar sem Marcus Rashford tryggði United farseðilinn í átta liða úrslitunum með marki í uppbótartíma. 

Verður flautað til leiks klukkan 19 í París, rétt eins og í London þar sem Chelsea fær heimsókn frá Sevilla frá Spáni. Mætast þar tveir síðustu sigurvegarar Evrópudeildarinnar, en Chelsea vann keppnina í fyrra og Sevilla í ár. 

Stórliðin Barcelona og Juventus, sem eru saman í riðli, leika einnig í kvöld. Juventus heimsækir Dynamo Kíev til Úkraínu og Barcelona fær heimsókn frá Ferencváros frá Ungverjalandi. 

Leikir kvöldsins í Meistaradeildinni: 

E-riðill: 
19:00 Chelsea - Sevilla
19:00 Rennes - Krasnodar

F-riðill: 
16:55 Zenit - Club Brugge
19:00 Lazio - Dortmund

G-riðill: 
16:55 Dynamo Kíev - Juventus
19:00 Barcelona - Ferencváros

H-riðill:
19:00 Paris SG - Manchester United
19:00 RB Leipzig - Istanbul Basekeshir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert