Hazard beið í næstum 400 daga

Eden Hazard í leiknum í dag.
Eden Hazard í leiknum í dag. AFP

Belgíski knattspyrnumaðurinn Eden Hazard batt enda á 392 daga bið sinni í dag er hann skoraði loks sitt annað mark fyrir Real Madríd í 4:1-sigri á Huesca í spænsku efstu deildinni í dag.

Hazard kom spænsku meisturunum í forystu í leiknum með frábæru marki, þrumufleyg af 30 metra færi, en þetta var aðeins annað marka hans fyrir Real frá því að félagið keypti hann fyrir 100 milljónir evra frá Chelsea á síðasta ári.

Hann er nú með tvö mörk í 24 leikjum en 392 dagar liðu á milli markanna. „Ég var ánægður me að komast aftur á völlinn og skora fallegt mark,“ skrifaði Hazard á Twitter-síðu sinni en hann hefur mikið verið frá vegna meiðsla undanfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert