Hörður og Arnór úr leik

Hörður Björgvin í baráttunni í leiknum í kvöld.
Hörður Björgvin í baráttunni í leiknum í kvöld. AFP

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í vörn CSKA Moskvu þegar liðið tapaði 0:1 á heimavelli gegn Wolfsberger frá Austurríki í Evrópudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 76. mínútu.

Tapið þýðir að CSKA Moskva á ekki lengur möguleika á að komast upp úr K-riðli keppninnar. Liðið vermir botnsæti riðilsins með aðeins 3 stig í fimm leikjum.

mbl.is