Atlético í toppsætið þrátt fyrir jafntefli

Real Betis og Atlético Madrid skildu jöfn í kvöld.
Real Betis og Atlético Madrid skildu jöfn í kvöld. AFP

Atlético Madrid endurheimti toppsæti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta þrátt fyrir að liðið hafi aðeins gert jafntefli við Real Betis á útivelli í kvöld, 1:1. 

Atlético byrjaði gríðarlega vel og Yannick Carrasco skoraði fyrsta mark leiksins strax á 5. mínútu. Cristian Tello jafnaði stundarfjórðungi síðar og var staðan í hálfleik 1:1. 

Gestirnir sóttu hart að Betis á lokakaflanum en Blaudio Bravo í marki heimamanna átti mjög góðan leik og varði nokkrum sinnum með tilþrifum. Fleiri urðu mörkin því ekki. 

Atlético Madrid er nú með 67 stig, einu stigi meira en Real Madrid og tveimur stigum meira en Barcelona, þegar átta umferðir eru eftir. 

mbl.is