Dýrmæt stig í súginn hjá Real Madrid

Karim Benzema tókst ekki að skora í kvöld.
Karim Benzema tókst ekki að skora í kvöld. AFP

Real Madrid tókst ekki að brúa bilið á nágranna sína í Atlético Madrid þegar liðið heimsótti Getafe í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Real Madrid átti aðeins tvö skot á markið í leiknum.

Spánarmeistararnir eru með 67 stig í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum minna en topplið Atlético Madrid, og tveimur stigum meira en Barcelona sem er í þriðja sætinu en Börsungar eiga leik til góða á Atlético Madrid og Real Madrid.

mbl.is