Leikur til úrslita á Ítalíu

Emil Hallfreðsson leikur til úrslita á Ítalíu.
Emil Hallfreðsson leikur til úrslita á Ítalíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Padova vann í kvöld 1:0-útisigur á Avellino í seinni leik liðanna í undanúrslitum um sæti í ítölsku B-deildinni í fótbolta. Fyrri leikurinn endaði með 1:1-jafntefli og vinnur Padova því einvígið 2:1. 

Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með Padova á miðjunni en hann hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu á leiktíðinni. 

Emil og félagar mæta annað hvort Alessandria eða AlbinoLeffe í úrslitum um sæti í næstefstu deild. 

mbl.is