Danir réðu ekki við De Bruyne

Kevin De Bruyne fagnar í dag.
Kevin De Bruyne fagnar í dag. AFP

Belgía er með fullt hús stiga og Danmörk án stiga eftir 2:1-sigur Belga er liðin mættust í B-riðli á EM karla í fótbolta á Parken í Kaupmannahöfn í dag. Belgía er komin í 16-liða úrslit. 

Danir byrjuðu af gríðarlegum krafti og Yussuf Poulsen skoraði fyrsta markið strax eftir 99 sekúndur. Danir héldu áfram að sækja og voru nálægt því að bæta við marki en Thibaut Courtois í marki Belga kom í veg fyrir það og var staðan í hálfleik 1:0. 

Kevin De Bruyne kom inn á sem varamaður hjá Belgum í hálfleik og hann var búinn að leggja upp mark á Thorgan Hazard á 54. mínútu með fallegri sendingu eftir magnaðan sprett hjá Romelu Lukaku. 

De Bruyne var ekki hættur því hann skoraði sigurmarkið sjálfur á 70. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig eftir samspil bræðranna Thorgans og Edens Hazards og þar við sat. 

mbl.is