Skoraði með fyrstu snertingunni

Olivier Giroud fer vel af stað hjá nýju félagi.
Olivier Giroud fer vel af stað hjá nýju félagi. Ljósmynd/AC Milan

Knattspyrnuliðin AC Milan frá Ítalíu og Nice frá Frakklandi áttust við á heimavelli síðarnefnda liðsins í undirbúningsleik fyrir komandi tímabil í dag. Lokatölur urðu 1:1.

Amine Gouiri kom Nice yfir með marki úr víti á 59. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Olivier Girioud fyrir Milan, skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður, með sinni fyrstu snertingu fyrir félagið.

Giroud kom til Milan á dögunum frá Chelsea og fer vel af stað hjá nýju félagi.

Íslendingar eiga góðar minningar frá vellinum en þar vann íslenska karlalandsliðið frækinn sigur á Englandi á EM 2016.

mbl.is