Lewandowski skoraði tvö á Camp Nou

Robert Lewandowski og Alphonso Davies fagna í Katalóníu í kvöld.
Robert Lewandowski og Alphonso Davies fagna í Katalóníu í kvöld. AFP

Bayern München byrjaði frábærlega í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og vann öruggan 3:0 sigur á Barcelona á útivelli í G-riðlinum.  

Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði tvívegis og Thomas Müller eitt. 

Chelsea vann Zenit Petersburg 1:0 í London í G-riðlinum. Romelu Lukaku skoraði sigurmarkið á 69. mínútu. Ítalska stórliðið Juventus er í sama riðli og vann Malmö 3:0 í Svíþjóð. Alex Sandro, Paulo Dybala og Alvaro Morata komu Juventus í 3:0 í fyrri hálfleik og voru úrslitin þá svo gott sem ráðin. 

Úrslit kvöldsins: 

E-RIÐILL:
Barcelona – Bayern München 0:3
Dynamo Kiev – Benfica 0:0

F-RIÐILL:
Young Boys – Man. Utd 2:1
Villarreal – Atalanta 2:2

G-RIÐILL:
Sevilla – Salzburg 1:1
Lille – Wolfsburg 0:0

H-RIÐILL:
Chelsea – Zenit Pétursborg 1:0
Malmö – Juventus 0:3

mbl.is