Bayern valtaði yfir Leverkusen

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í leikmannahópi Bayern í dag.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í leikmannahópi Bayern í dag. Ljósmynd/FCBfrauen

Bayern München vann Bayer Leverkusen 7:1 í 1. deild kvenna í Þýskalandi í dag.

Lea Schüller og Maximiliane Rall skoruðu tvö mörk hvor og þær Linda Dallmann, Giulia Gwinn og Viviane Asseyi skoruðu allar eitt mark. Amira Arfaoui skoraði mark Leverkusen.

Glódís Perla Viggósdóttir kom inn á sem varamaður á 64. mínútu hjá Bayern München en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í hóp.

Bayern er á toppi deildarinnar með 24 stig eftir 10 leiki en Leverkusen er í sjötta sæti með 15 stig.

mbl.is