Jafntefli í toppslagnum

Dominic Solanke hefur skorað og skorað fyrir Bournemouth á tímabilinu.
Dominic Solanke hefur skorað og skorað fyrir Bournemouth á tímabilinu. AFP

Fulham og Bournemouth gerðu 1:1 jafntefli í toppslag ensku B-deildarinnar í gærkvöldi. Liðin eru með gott forskot í efstu tveimur sætum deildarinnar og virðist fátt geta komið í veg fyrir endurkomu þeirra í úrvalsdeildina.

Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea, Dominic Solanke kom Bournemouth yfir í upphafi seinni hálfleiks eftir sendingu frá Philip Billing. Solanke hefur verið iðinn við kolann í vetur en þetta var hans 16. mark.

Á 83. mínútu jafnaði þó miðvörðurinn Tosin Adarabioyo metin fyrir Fulham með skalla eftir fyrirgjöf varamannsins Tom Cairney.

Jafnteflið tryggði Fulham áframhaldandi veru á toppnum með 44 stig en Bournemouth eru skrefi á eftir þeim með 43 stig. QPR eru í þriðja sæti með 35 stig.

mbl.is