Real náði átta stiga forskoti

Vinicius Junior fagnar fyrra marki leiksins.
Vinicius Junior fagnar fyrra marki leiksins. AFP

Real Madrid er með átta stiga forskot á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir 2:0-útisigur á Real Sociedad í kvöld.

Vinícius Júnior kom Real yfir á 47. mínútu og tíu mínútum síðar innsiglaði Luka Jovic sigur Madrídarliðsins.

Real er nú með 39 stig, átta stigum meira en Sevilla, eftir átta sigra í röð í öllum keppnum. Real Sociedad er í fimmta sæti með 29 stig.

mbl.is