Einn virtasti knattspyrnublaðamaður heims, Ítalinn Ginaluca Di Marzio, fullyrðir að Kylian Mbappé verði áfram hjá París Saint Germain í Twitter-færslu rétt í þessu.
Hér er Twitter-færsla Di Marzio:
Mbappé, sem rennur út á samning þetta sumar, hefur undanfarið ár verið mikið orðaður við Real Madrid og var kappinn ansi nálægt því að fara til Madrídar eftir að félagið bauð 200 milljónir evra í hann síðasta sumar. PSG neitaði tilboðinu hinsvegar og tók þá áhættu á að reyna að sannfæra Mbappé að vera áfram hjá liðinu þetta sumar. Sú taktík virðist hafa virkað en Mbappé gefur frá sér yfirlýsingu um framtíð hans á morgun.
Kylian Mbappé er aðeins 23 ára gamall og hefur átt frábært tímabil með PSG. Hann hefur skorað 25 mörk og lagt upp 17 í 35 leikjum á tímabilinu.