Heimir kominn til Úganda

Andrew Mwesigwa, liggjandi, í leik með ÍBV gegn KR. Hann …
Andrew Mwesigwa, liggjandi, í leik með ÍBV gegn KR. Hann lék með ÍBV í þrjú ár og spilaði 72 landsleiki fyrir Úganda. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari karla í fótbolta, er kominn til Úganda þar sem hann hjálpar fyrrverandi lærisveini sínum við þjálfun og sér kveðjuleikinn hjá öðrum.

Heimir þjálfaði ÍBV um nokkurra ára skeið áður en hann tók við íslenska landsliðinu og þar léku undir hans stjórn þeir Andy Mwesigwa og Tonny Mawejje, landsliðsmenn Úganda.

Mwesigwa, sem var landsliðsfyrirliði Úganda um skeið, starfrækir nú knattspyrnuskóla í heimalandinu og Heimir er mættur þangað til að aðstoða hann. Þá er Mawejje, sem einnig lék með Þrótti og Val hér á landi, að fara að spila sinn síðasta leik á ferlinum sem atvinnumaður og Heimir hyggst sjá þann leik.

Rætt var við Heimi við komuna til Úganda og það má sjá í myndskeiðinu:Tonny Mawejje lék með ÍBV í fjögur ár og spilaði …
Tonny Mawejje lék með ÍBV í fjögur ár og spilaði 83 landsleiki fyrir Úganda. mbl.is/Golli
mbl.is