Mbappé gerir þriggja ára samning

Kylian Mbappé verður hjá París SG til ársins 2025.
Kylian Mbappé verður hjá París SG til ársins 2025. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Frakklandsmeistara París SG. 

Mbappé, sem var að verða samningslaus eftir leiktíðina, var langt kominn með að semja við Real Madrid. Hann hætti hinsvegar við á síðustu stundu og framlengdi við Parísarfélagið í staðinn.

Franski sóknarmaðurinn fær um 300 milljónir evra fyrir að skrifa undir samningin og um 100 milljónir evra árlega. Hann kom til PSG frá Mónakó árið 2018 á 180 milljónir evra.  

mbl.is