Juventus staðfestir komu Söru

Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Juventus næstu tvö árin.
Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Juventus næstu tvö árin. Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er á leiðinni til Juventus á Ítalíu. Hún kemur þangað frá Lyon í Frakklandi. 

Hún verður formlega leikmaður Juventus þann 1. júlí og skrifar undir tveggja ára samning. Treyjunúmer Söru verður númerið 77. 

Sara er á leiðinni á sitt fjórða stórmót með íslenska landsliðinu. Hún er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með alls 138 leiki og er fyrirliði liðsins. Hún hefur einnig verið valin knattspyrnukona Íslands sjö sinnum og íþróttamaður ársins tvisvar. 

Sara spilaði í tvö ár og vann fjóra titla hjá Lyon, meðal annars tvo Meistaradeildartitla.  Hún lék í fjögur ár með Wolfsburg þar sem hún vann átta titla og í fimm ár hjá Rosengård þar sem hún vann níu titla. 

Sara er uppalin hjá Haukum og spilaði svo með Breiðablik áður en hún fór út í atvinnumensku. 

Twitter-færsla Juventus:

Tilkynnig frá Söru á Instagram:

mbl.is