Aron framlengir í Katar

Aron Einar Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu síðasta sumar.
Aron Einar Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu síðasta sumar. AFP

Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við katarska félagið Al-Arabi um eitt ár. Nýi samningurinn rennur því út að loknu tímabilinu 2022/2023.

Al-Arabi tilkynnti um framlenginguna á samfélagsmiðlum sínum í kvöld.

Aron Einar hefur verið í herbúðum Al-Arabi frá árinu 2019.

Áður hafði hann leikið með Cardiff City, Coventry City, AZ Alkmaar og svo Þór frá Akureyri hér á landi.

Þá á hann að baki 97 A-landsleiki fyrir Íslands hönd þar sem hann hefur skorað tvö mörk.

mbl.is