Forsetinn staðfestir komu Kessié og Christiensen

Franck Kessié í leik með AC Milan.
Franck Kessié í leik með AC Milan. AFP

Joan Laporta, forseti knattspyrnuliðs Barcelona, hefur staðfest komu Franck Kessié frá AC Milan og Andreas Christiensen frá Chelsea. 

Laporta talaði um þetta og fleira í viðtali við spænska miðilinn Mundo Deportivo. 

Hann staðfesti að leikmennirnir yrðu kynntir til leiks á miðvikudaginn. Bæði Kessié og Christiensen koma til Barcelona á frjálsri sölu. 

mbl.is