Besti leikur Íslendingsins fyrir félagið

Samúel Kári Friðjónsson átti frábæran leik með Viking.
Samúel Kári Friðjónsson átti frábæran leik með Viking. mbl.is/Eggert Jóhannesson

5:1 sigur norska knattspyrnufélagsins Viking á Sligo Rovers frá Írlandi í 3. umferð Sambandsdeildarinnar var líklegast besti leikur Samúels Kára Friðjónssonar í treyju norska liðsins. 

Samúel skoraði mark og lagði upp tvö önnur í leiknum, er Viking kom sér í mjög þægilega stöðu fyrir seinni leikinn. 

Norsku miðlarnir vg.no og Aftenposten völdu hann báðir sem mann leiksins þar sem hann fékk hæstu einkunnina. 

Samúel gekk fyrsti í raðir Vikings á láni árið 2019 en var síðar keyptur árið 2020. 

mbl.is