De Bruyne, Benzema og Courtois tilnefndir leikmenn ársins

Karim Benzema er sigurstranglegur en hann var gríðarlega öflugur í …
Karim Benzema er sigurstranglegur en hann var gríðarlega öflugur í Meistaradeildinni. AFP/Robyn Beck

UEFA hefur tilnefnt knattspyrnustjóra og leikmenn ársins í karlaflokki tímabilið 2021/22 af nefnd leikmanna og knattspyrnustjóra liða sem tóku þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildarinnar ásamt völdum blaðamönnum.

Í tilnefningunni um knattspyrnustjóra ársins eru þrír efstu í stafrófsröð: Carlo Ancelotti frá spænska félaginu Real Madrid og tveir úr ensku deildinni þeir Pep Guardiola hjá Manchester City og Jürgen Klopp hjá Liverpool.

Carlo Ancelotti gerði liðið sitt, Real Madrid, að deildarmeisturum á Spáni og einnig Evrópumeistara

Pep Guardiola vann sinn fjórða deildartitil á fimm tímabilum sínum með City og komst í undanúrslit í Meistaradeildinni en tapaði þar gegn Real.

Jürgen Klopp vann með liði sínu Liverpool enska deildabikarinn og ensku bikarkeppnina og var grátlega nálægt því að vinna fernuna en endaði einu sæti á eftir Manchester City í deildinni og tók einnig annað sætið í meistaradeildinni

Með þeim í efstu sex sætunum voru:

4 Oliver Glasner (Eintracht Frankfurt) – 75 stig
5 Unai Emery (Villarreal) – 74 stig
6 José Mourinho (Roma) – 51 stig

Manchester City og Real Madrid eiga einnig fulltrúa í efstu sætunum í leikmannaflokknum. Í þremur efstu sætunum eru sóknamaðurinn Karim Benzema og markmaðurinn Thibaut Courtoris sem eru báðir í Real og með þeim er miðjumaðurinn Kevin De Bruyne sem er fyrirliði City.

Karim Benzema var gríðarlega öflugur í Meistaradeildinni og var valinn besti leikmaðurinn í henni á síðasta tímabili af UEFA og var einnig markahæstur. Einnig vann hann spænsku deildina með Real.

Thibaut Courtoris, markmaður Real, var valinn maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ásamt því að vinna spænsku deildina á síðasta tímabili.

Hinir sem voru í efstu 15 sætum í kosningunum voru:

4 Robert Lewandowski (Bayern, nú Barcelona & Pólland) – 54 stig
5 Luka Modrić (Real Madrid og Króatía) – 52 stig
6 Sadio Mané (Liverpool, nú Bayern og Senegal) – 51 stig
7 Mohamed Salah (Liverpool og Egyptaland) – 46 stig
8 Kylian Mbappé (PSG og Frakkland) – 25 stig
9 Vinícius Junior (Real Madrid og Brasilía) – 21 stig
10 Virgil van Dijk (Liverpool og Holland) – 19 stig
11 Bernardo Silva (Manchester City og Portúgal) – 7 stig
12 Filip Kostić (Eintracht Frankfurt, nú PSG og Serbíu) – 7 stig
13 Lorenzo Pellegrini (Roma og Ítalíu) – 5 stig
14 Trent Alexander-Arnold (Liverpool og England) – 2 stig
15 Fabinho (Liverpool og Brasilíu) – 1 stig

Sigurvegarar í báðum flokkum verður tilkynntur þann 25. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert