Richarlison með tvennu fyrir Brasilíu

Richarlison fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Richarlison fagnar öðru marka sinna í kvöld. AFP/Damien Meyer

Richarlison, sóknarmaður enska félagsins Tottenham Hotspur, skoraði tvívegis fyrir brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu þegar það vann þægilegan 3:0-sigur á Gana í vináttulandsleik í kvöld.

Marquinhos kom Brössum á bragðið strax á níundu mínútu eftir fyrirgjöf Raphinha, leikmanns Barcelona.

Áður en fyrri hálfleikurinn var úti bætti Richarlison við tveimur mörkum til viðbótar, bæði eftir undirbúning Neymars, stjórstjörnunnar hjá París Saint-Germain.

Í síðari hálfleik létu mörkin á sér standa og góður þriggja marka sigur Brasilíu því niðurstaðan.

mbl.is
Loka