Guðný lagði upp í stórsigri

Guðný Árnadóttir, til hægri, ásamt Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í landsleik …
Guðný Árnadóttir, til hægri, ásamt Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í landsleik Íslands og Frakklands á EM í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðný Árnadóttir lagði upp fyrsta mark AC Milan í 6:1 stórsigri á Alexöndru Jóhannsdóttur og stöllum í Fiorentina í ítölsku A-deildinni í fótbolta í Flórens í dag.

Báðar íslensku landsliðskonurnar léku allan leikinn en Alexandra fékk gult spjald á 47. mínútu. Guðný lagði upp mark Martinu Piemonte á 11. mínútu leiksins. 

Mílanó-liðið er enn í fimmta sæti en nú með 16 stig, þremur frá Fiorentina í þriðja sætinu. 

mbl.is