United hafnaði öðru mettilboði

Alessia Russo í leik með enska landsliðinu.
Alessia Russo í leik með enska landsliðinu. AFP/Alex Halada

Kvennalið Manchester United hefur hafnað öðru tilboði Arsenal í sóknarmanninn Alessiu Russo, metupphæð fyrir knattspyrnukonu, og hefur félagið ítrekað að hún sé ekki til sölu.

Arsenal bauð yfir 400.000 pund í gær, en heimsmetið á Barcelona sem greiddi Manchester City 400.000 pund fyrir Keiru Walsh síðastliðið sumar.

Skytturnar lögðu fram annað tilboð í dag, nær 500.000 pundum, en Man. United sagði aftur þvert nei.

Samningur Russo rennur út í sumar og getur hún þá farið frítt frá félaginu.

mbl.is