Dönsku blöðin trompast út í landsliðið

Landsliðsmenn Danmerkur vonsviknir eftir leik.
Landsliðsmenn Danmerkur vonsviknir eftir leik. AFP/Ritzau Scanpix

Danir eru öskuillir út í karlalandslið sitt í fótbolta eftir útitap gegn Kasakstan, 2:3, í undankeppni EM í dag. 

Dan­ir komust í tveggja marka for­ystu í fyrri hálfleik. Þannig hélst staðan allt fram á 73. mín­útu þegar Bakt­iy­ar Zayn­ut­d­in­ov minnkaði mun­inn fyr­ir heima­menn.

Loka­mín­út­urn­ar voru svo ótrú­leg­ar en á 86. mín­útu jafnaði Ask­hat Tagy­ber­gen met­in fyr­ir Kasakst­an og á 89. mín­útu skoraði Abat Aimbet­ov sig­ur­markið og tryggði heimamönnum ótrúlegan sigur.

Danska blaðið Tipsbladet sparaði ekki stóru orðin eftir leik og sagði leikmönnum liðsins að skammast sín. Ásamt því gaf blaðið tveimur leikmönnum núll af sex í einkunn, þeim Christian Nörgaard og Pierre-Emile Höjbjerg. 

„Þetta er vandræðalegt og niðurlægjandi,“ segir Ekstrabladet í umfjöllun sinni, „eitt risastórt fíaskó.“

Það er eitthvað alvarlegt að

Danska landsliðið var harðlega gagnrýnt eftir heimsmeistaramótið í Katar þar sem liðið endaði neðst í riðli með Frökkum, Áströlum og Túnis. 

Leikurinn í dag minnti blaðamann Tipsbladet á leikinn gegn Ástralíu, sem Danmörk tapaði 0:1, og sagði að allir slæmu straumarnir þaðan séu komnir aftur. 

„Af hverju getur þetta lið ekki stjórnað leikjum lengur? Hvernig gátuð þið látið Kasakstan yfirspila ykkur?

Það er eitthvað alvarlegt að hjá landsliðinu, þetta er viðkvæmt landslið, sem er daginn í dag langt frá því að vera öruggt með sæti á EM í Þýskalandi. Það þarf að taka góðar ákvarðanir, og aðeins góðar, fyrir leikina gegn Norður-Írlandi og Slóveníu í júní til að þetta verði leiðrétt.

Og ef það er eitthvað að sem maður hafði vonast til að liðið skildi eftir grafið í eyðumerkursandi Katar, þá er eins gott að tekist verði á því núna,“ sagði Tipsbladet að lokum í umfjöllun sinni. 

mbl.is