Bayern á toppinn

Thomas Müller skoraði tvívegis í dag.
Thomas Müller skoraði tvívegis í dag. AFP/Christof Stache

Bayern München lagði Dortmund, 4:2, í uppgjöri efstu liðanna í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Bayern hirti þar með toppsætið af erkifjendum sínum en tveimur stigum munar á liðunum þegar átta umferðum er ólokið.

Bayern komst í 4:0 með mörkum frá Gregor Kobel, Kingsley Coman og Thomas Müller en Müller gerði tvö mörk.

Emre Can og Donyell Malen löguðu stöðuna fyrir Dortmund undir lok leiks en lengra komst Dortmund ekki.

Thomas Tuchel, nýr þjálfari Bayern München, gat ekki beðið um betri frammistöðu í fyrsta leik sínum með liðið en það vann góðan 4-2 sigur á Borussia Dortmund í titilbaráttunni í Þýskalandi í dag.

Þetta var fyrsti leikur Thomas Tuchel með Bayern en hann tók við liðinu á dögunum eftir að Julian Nagelsmann var látinn fara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert