Tekur við stórliðinu eftir magnaðan árangur

Thiago Motta, til hægri, heldur utan um Daniele De Rossi.
Thiago Motta, til hægri, heldur utan um Daniele De Rossi. AFP/Filippo Monteforte

Thiago Motta, fráfarandi knattspyrnustjóri karlaliðs Bologna, verður næsti stjóri ítalska stórveldisins Juventus. 

Hinn áreiðanlegi Fabrizio Romano greinir frá en samkvæmt honum hefur Motta tjáð forráðamönnum Bologna að hann taki við Juventus. 

Hann mun skrifa undir þriggja ára samning við gömlu konuna. 

Motta náði mögnuðum árangri með Bolgona í ítölsku A-deildinni í vetur en liðið komst í helstu keppni Evrópu, Meistaradeildina, í fyrsta sinn í 60 ár. Vann hann þá meðal annars Juventus, 3:0, síðustu helgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert