Willum og félagar í úrslit

Willum Þór Willumsson á landsliðsæfingu.
Willum Þór Willumsson á landsliðsæfingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hollenska knattspyrnuliðið Go Ahead Eagles, sem Willum Þór Willumsson leikur með, tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum umspils um laust sæti í Sambandsdeild Evrópu á næsta tímabili með því að leggja NEC Nijmegen að velli, 2:1, á útivelli.

Í úrslitum umspilsins mætir Eagles annað hvort Utrecht eða Sparta Rotterdam, en það kemur í ljós síðar í kvöld. Úrslitaleikurinn fer fram í næstu viku.

Willum Þór lék ekki með liðinu að þessu sinni en hann er að glíma við meiðsli.

Hann er þrátt fyrir það í íslenska landsliðshópnum fyrir tvo vináttulandsleiki, gegn Englandi og Hollandi, í byrjun næsta mánaðar og standa því vonir til þess að Willum Þór jafni sig fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert