Raðar inn mörkum í Svíþjóð

Katla Tryggvadóttir í leik með Þrótti á síðasta tímabili.
Katla Tryggvadóttir í leik með Þrótti á síðasta tímabili. mbl.is/Árni Sæberg

Katla Tryggvadóttir var áfram á skotskónum þegar hún skoraði eitt marka Íslendingaliðs Kristianstad í 3:1-sigri á Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Kristianstad hefur hafið tímabilið af krafti og er í þriðja sæti með 18 stig, þremur stigum á eftir toppliði Rosengård.

Katla hefur sömuleiðis hafið atvinumannaferilinn af feikna krafti enda búin að skora fimm mörk í fyrstu átta deildarleikjum sínum fyrir Kristianstad.

Hún jafnaði metin í 1:1 í upphafi síðari hálfleiks og fór svo af velli á 77. mínútu.

Hlín Eiríksdóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad en Guðný Árnadóttir var allan tímann á varamannabekknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert