Tvö rauð er Jón Dagur skoraði

Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í Leuven máttu þola tap, 2:1, í lokaumferð belgísku A-deildarinnar í fótbolta. 

Leuven hafnar í tíunda sæti deildarinnar en Jón Dagur skoraði mark liðsins. 

Liðsfélagar hans Federico Ricca og Franco Russo fengu þá sitthvort rauða spjaldið og var liðið í yfir 25 mínútur tveimur mönnum færri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert