Þetta var alveg yndislegt

Kvennalandsliðið í hópfimleikum varð Evrópumeistari í annað sinn.
Kvennalandsliðið í hópfimleikum varð Evrópumeistari í annað sinn. mbl.is/Fimleikasamband Íslan

„Nei, ég er ekki komin niður á jörðina. Ég er í sjöunda himni og ef þeir væru átta þá væri ég þar,“ segir Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Kvennalandsliðið í hópfimleikum varð um helgina Evrópumeistari og varði þar með titil sinn frá því fyrir tveimur árum.

Þá varð stúlknalandsliðið einnig Evrópumeistari í flokki 18 ára og yngri og í blönduðum flokkum í fullorðins- og unglingaflokki varð íslenska landsliðið í fjórða sæti.

„Þetta var alveg yndislegt. Við vissum að við gætum unnið Svía ef við myndum ná að gera jafn vel og við gerum vanalega. Svíar voru fyrir ofan okkur eftir undankeppnina á föstudeginum þannig að við fórum númer tvö inn í úrslitin. Það skiptir í rauninni ekki máli því í úrslitunum byrja öll liðin á núlli,“ sagði Íris Mist.

Sjá viðtali við Írisi Mist í heild í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.