Sandra: Hópurinn staðið sig rosalega vel

„Markmiðið var að kasta lengra en ég hef áður gert í Evrópubikar, og ég náði því,“ sagði Sandra Pétursdóttir sem náði í bronsverðlaun í sleggjukasti í Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Slóvakíu í dag. Hún kastaði lengst 50,62 metra í fyrstu tilraun.

Sandra á Íslandsmetið í sleggjukasti en það er 54,19 metrar. Árangurinn í dag var hennar besti árangur í Evrópukeppni landsliða en hún hafði best náð 4. sæti.

Sandra er sem stendur búsett í Danmörku ásamt Arnóri Jónssyni kærasta sínum sem er einnig á meðal keppenda í Slóvakíu en hann keppti í 4x100 metra boðhlaupi í gær.

Rætt er við Söndru í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is