Gunnlaugur lauk keppni í 17. sæti

Gunnlaugur Júlíusson.
Gunnlaugur Júlíusson. mbl.is/Golli

Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari lauk keppni í 17. sæti af rúmlega 50 keppendum sem lögðu af stað á laugardag í langhlaupi milli Liverpool og Leeds í Englandi.

Hlaupaleiðin er 127 mílur og liggur í gegnum borgirnar Wigan, Blackpool, Burnley og Blackburn eða meðfram skurði sem byggður var á árunum 1817-1815.

„Mér gekk ágætlega í hlaupinu þrátt fyrir töluverð magavandræði seinni hluta þess og varð að endingu í 17 sæti af þeim 39 sem luku hlaupinu. Það voru átta drykkjarstöðvar á leiðinni með svona 18-32 km millibili. Hlaupið var fyrsta sinnar tegundar á þessari leið en ég hef hlaupið hliðstæð hlaup milli Birmingham og London sem var 145 mílur og síðan Thames hringinn sem er 250 mílur,“ sagði Gunnlaugur eftir hlaupið.

mbl.is