Helgi ætlar að verja heimsmeistaratitil sinn í Katar

Ármenningurinn Helgi Sveinsson, heims-, Evrópumeistari og heimsmethafi í spjótkasti í sínum flokki   fer fullur sjálfstrausts á HM fatlaðra í frjálsum í Katar síðar í mánuðinum. 

„Mesta pressan sem er á mér er örugglega frá mér sjálfum. Ég hef ekki tekið inn á mig pressu frá utanaðkomandi aðilum. Þetta er allt saman frá mér sjálfum komið. Mig langar til að vinna þetta og æft er samkvæmt því,“ sagði Helgi meðal annars þegar mbl.is tók hann tali á blaðamannafundi í dag. 

Á meðfylgjandi myndskeiði er að finna viðtalið við Helga í heild sinni.

Helgi Sveinsson eftir að hafa sett heimsmet í sumar.
Helgi Sveinsson eftir að hafa sett heimsmet í sumar. mbl.is/ÍF
mbl.is