Magnað stökk Kolbrúnar - myndskeið

Kolbrún Þöll Þorradóttir landsliðskona í hópfimleikum setti bauð upp á hreint magnað trampólínstökk í undankeppni á Evrópumótinu í hópfimleikum í Maribor í Slóveníu í dag. Nokkuð sem enginn fimleikakona í heiminum hefur áður gert í keppni.

Hún stökk tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu. Kolbrún Þöll hefur lengi unnið í stökkinu og ákvað að frumsýna það í undankeppninni. „Ég hef æft þetta stökk lengi og ætlaði mér að kýla á þetta að þessu sinni en meiddi mig aðeins í ökklanum í lendingunni sem ég ekki vön að gera. Mér tókst samt að lenda heil á húfi. Á laugardaginn ætla ég að endurtaka leikinn og sýna fólki hvernig á að gera það enn betur en að þessu sinni,” sagði Kolbrún sem sagði alls ekki óeðlegt að sýna á spilin strax í undankeppninni. „Ég vildi gera þetta og geta þá bætt mig frekar í úrslitunum. Ég er ánægð með að hafa gert þetta.“

Hið magnaða stökk Kolbrúnar er á myndskeiðinu sem fylgir hér með. Kolbrún stekkur síðust af félögum sínum. Sjón er sögu ríkara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert