María Rún tók fyrsta gullið

María Rún Gunnlaugsdóttir varð fyrsti Íslandsmeistari dagsins.
María Rún Gunnlaugsdóttir varð fyrsti Íslandsmeistari dagsins. mbl.is/Árni Sæberg

María Rún Gunnlaugsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, varð í dag fyrsti Íslandsmeistarinn á meistaramóti Íslands sem fram fer í Laugardalshöll. Stökk hún hæst 1,73 metra, en hún hafnaði í 2. sæti í greininni á Smáþjóðaleikunum í San Marínó á síðasta ári. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, UMSS, og Helga Þóra Sigurjónsdóttir, Fjölni, urðu jafnar í 2. og 3. sæti með 1,70 metra. 

Bjarki Gíslason úr KFA er Íslandsmeistari í stangarstökki, en hann stökk hæst 4,95 metra og var með yfirburði á aðra keppendur. Andri Fannar Gíslason, einnig í KFA, varð annar með 4,52 metra og Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, stökk 4,42 metra. Hildigunnur Þórarinsdóttir stökk 11,66 metra í þrístökki og tók gullið. Vilborg María Loftsdóttir og Elma Sól Halldórsdóttir lentu í 2. og 3. sæti en þær eru allar úr ÍR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert