Belgar reyndust of sterkir

Íslenska kvennalandsliðið í blaki.
Íslenska kvennalandsliðið í blaki. Ljósmynd/Blakfréttir.is

Íslenska kvennalandsliðið í blaki tapaði í dag fyrir Belgíu í þremur hrinum í fyrstu umferð undankeppni Evrópumótsins en leikurinn fór fram í Kortrijk í Belgíu. Íslenska liðið skoraði einungis 4 stig í fyrstu hrinunni, sem Belgar unnu mjög sannfærandi, 25:4.

Belgíska liðið vann svo aðra hrinu 25:8, þriðju 25:10 og einvígið samtals 3:0. Belgar eru með sterkasta liðið í riðlinum en ásamt Belgum er Ísland með Slóveníu og Ísrael í riðli. Næsti leikur kvennaliðsins verður gegn Slóveníu í Digranesi klukkan 15 á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert