Þurfa að vera klárari en ógnarsterkir andstæðingar

Ísland - Moldóva
Ísland - Moldóva ValgardurGislason,Valgarður Gíslason

Ákveðin skynsemi er lykillinn að árangri sagði Hafsteinn Valdimarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í blaki, í samtali við Morgunblaðið í Digranesi í gær eftir 3:0 tap liðsins gegn Moldóva í undankeppni EM í gær. Íslenska liðið var lengi í gang og tapaði fyrstu tveimur hrinunum, 25:12 og 25:11, en í þriðju og síðustu hrinunni voru strákarnir óheppnir að tapa eftir að hafa leitt nánast alla hrinuna sem lauk með 25:22-sigri Moldóva.

„Ég er fyrst og fremst svekktur að hafa byrjað leikinn svona illa. Eins hefði ég viljað klára þessa þriðju og síðustu hrinu, við vorum inni í henni allan tímann og þetta var okkar langbesta hrina í leiknum. Það er þess vegna svekkjandi að hafa ekki náð að klára hana undir restina. Við vorum ekki nægilega góðir í fyrstu tveimur hrinunum, svo einfalt er það. Við skulduðum öllum þeim áhorfendum, sem mættu í Digranesið, alvöruspilamennsku. Markmiðið var auðvitað að ná þessu í fjórar eða fimm hrinur en við náðum ekki að klára þetta í lokin því miður,“ sagði Hafsteinn.

Strákarnir töpuðu ytra fyrir Slóvakíu í Nítra á miðvikudaginn síðasta, 3:0, en Slóvakar eru sterkasta liðið í riðlinum. Hafsteinn er hins vegar ánægður með stígandann í liðinu.

Viðtalið við Hafstein Valdimarsson má lesa í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert