Nadal hafði betur í maraþonviðureign

Rafael Nadal.
Rafael Nadal. AFP

Spánverjinn Rafael Nadal tryggði sér í nótt sæti í átta manna úrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Austurríkismanninum Dominic Thiem í sannkölluðum maraþonleik.

Það tók næstum því fimm klukkustundir að útkljá viðureignina. Thiem vann fyrsta settið 6:0. Nadal vann tvö næstu 6:4 og 7:5 en Thiem tókst að jafna metin með því að vinna fjórða settið, 7:6. Nadal hafði svo betur í fimmta settinu og er þar með kominn í átta manna úrslitin í sjöunda sinn á þessu móti en Spánverjinn á titil að verja og getur með sigri tryggt sér sinn 18. sigur á risamóti.

mbl.is