Ólympíumeistari lamaður eftir slys

Kristina Vogel mun ekki geta gengið aftur.
Kristina Vogel mun ekki geta gengið aftur. AFP

Þýska hjólreiðakonan Kristina Vogel staðfesti í viðtali við Der Spiegel í heimalandinu að hún væri lömuð eftir slys sem hún varð fyrir nú í júní. Vogel vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó og London. 

Vogel, sem hefur orðið heimsmeistari ellefu sinnum, varð fyrir alvarlegum meiðslum í hrygg er hún lenti illa á malbiki eftir árekstur við hjólreiðamann. Hún var þá við æfingar fyrir keppni í Cottbus í Þýskalandi. 

„Staðreyndin er sú að ég get ekki labbað lengur,“ sagði Vogel í samtalinu við Der Spiegel. Slysið er ekki fyrsta alvarlega slysið sem hjólreiðakonan lendir í. Árið 2009 féll hún af hjóli sínu eftir harðan árekstur við bíl. Hún náði fullum bata, þrátt fyrir tveggja daga dá. 

mbl.is