Með hóflegar væntingar og bjartsýni að leiðarljósi

Stúlknalandsliðið sem tekur þátt í EM 2018 í Portúgal í …
Stúlknalandsliðið sem tekur þátt í EM 2018 í Portúgal í næstu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við teljum okkur standa í svipuðum sporum varðandi styrkleika kvennaliðsins og fyrir EM fyrir tveimur árum,“ sagði Björn Björnsson, annar yfirþjálfari íslensku landsliðanna í hópfimleikum, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær.

Eftir viku hefst Evrópumeistaramótið í hópfimleikum í Portúgal. Ísland sendir fjögur lið til leiks og hafa strangar æfingar staðið yfir síðustu vikur og mánuði. Alls taka 48 íslenskir keppendur þátt í mótinu. Þeir sýndu listir sínar í fimleikahúsi Stjörnunnar á síðasta laugardag.

Alls verður keppt í sex flokkum á EM, þremur unglingaflokkum og í jafn mörgum flokkum fullorðinna. Eins og áður sendir Ísland ekki keppendur í fullorðinsflokki karla né í unglingaflokki drengja.

Flestra augu munu vafalaust beinast að kvennalandsliðinu en það stóð uppi sem Evrópumeistari 2010 og 2012 en hafnaði í öðru sæti 2014 og fyrir tveimur árum þegar EM fór fram í Maribor.

„Við höfum hvorki meiri né minni væntingar til kvennalandsliðsins nú en fyrir tveimur árum, svo dæmi sé tekið. Liðið er afar reynslumikið og öflugt. Nokkrir keppendur hafa tekið þátt í EM áður, sumir verið með á Norðurlandamótum auk nokkurra nýliða því alltaf er einhver endurnýjun hjá okkur,“ sagði Björn.

Björn kemur inn í hópinn sem yfirþjálfari að þessu sinni eftir að hafa verið fjarri góðu gamni fyrir tveimur árum þegar hann bjó í Ástralíu ásamt konu sinni Hrefnu Þorbjörgu Hákonardóttur sem er hinn yfirþjálfari íslenska landsliðshópsins. Björn var þjálfari kvennalandsliðsins á EM 2010, 2012 og 2014 og Hefna var keppandi í kvennalandsliðinu á EM 2010 og 2012.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert