Síðasta keppnistímabilið hjá Vonn

Lindsey Vonn á verðlaunapalli í mars síðastliðinn.
Lindsey Vonn á verðlaunapalli í mars síðastliðinn. AFP

Líkurnar á því að bandaríska afrekskonan Lindsey Vonn slái met Svíans Ingimars Stenmark í heimsbikarnum í alpagreinum hafa minnkað verulega þar sem Vonn hefur lýst því yfir að veturinn í vetur verði hennar síðasti í heimsbikarnum. 

Vonn er 33 ára gömul og hafði gefið í skyn að hún myndi reyna allt sem hún gæti til að slá met Stenmark yfir flesta sigra í heimsbikarnum. Svíinn sigraði 86. sinnum á heimsbikarmótum en Vonn hefur sigrað 82. sinnum á sínum ferli. 

Vonn er hins vegar ákveðin í að láta staðar numið næsta vor burtséð frá því hvernig henni kemur til með að ganga. Vonn hefur fengið sinn skammt af meiðslum á ferlinum og sjálfsagt spilar það inn í ákvörðunina. 

„Ef ég næ metinu þá yrði það draumur. Ef ég næ því ekki þá átti ég engu að síður ótrúlegan feril í skíðabrekkunum,“ sagði Vonn í samtali við NBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert