Eygló bættist í HM-hópinn

Eygló Ósk Gústafasdóttir fær faðmlag eftir sundið í dag.
Eygló Ósk Gústafasdóttir fær faðmlag eftir sundið í dag. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Alls náðu fimm sundmenn- og konur að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Kína í næsta mánuði, með frammistöðu sinni á Íslandsmeistaramótinu sem lauk í Ásvallalaug í kvöld.

Tvöfaldi ólympíufarinn Eygló Ósk Gústafsdóttir varð í dag sú fimmta til að ná lágmarki fyrir HM en það gerði hún þegar hún varð Íslandsmeistari í 100 metra baksundi, með því að synda á 59,55 sekúndum.

Kristinn Þórarinsson fór mikinn í Ásvallalaug um helgina og náði í dag HM-lágmarki í sinni þriðju grein, 100 metra fjórsundi, sem hann vann á tímanum 54,47 sekúndum.

Anton Sveinn McKee, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Dadó Fenrir Jasminuson hafa einnig tryggt sér þátttökurétt á HM.

Eygló Ósk Gústafsdóttir með gullverðlaun sín.
Eygló Ósk Gústafsdóttir með gullverðlaun sín. mbl.is/Kristinn Magnúss.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert