Draumurinn rættist

Júlían Jóhann Karl Jóhannsson í réttstöðulyftu.
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson í réttstöðulyftu.

Kraftlyfingakappinn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum með búnaði sem haldið var í Halmstad í Svíþjóð en mótinu lauk um helgina.

Júlían lyfti mest 405 kg í réttstöðulyftunni en áður bætti hann sjö ára gamalt heimsmet í greininni með 398 kg lyftu. Júlían var að vonum sáttur með árangur sinn á mótinu en hann endaði í 4. sæti í opnum flokki og var einungis 20 kg frá bronsi.

„Ég er gríðarlega sáttur með árangur minn á þessu móti. Það hefur gengið á ýmsu hjá mér að undanförnu. Ég lenti í vandræðum á Evrópumótinu í ár og féll úr leik í hnébeygjunni vegna tæknimistaka. Markmiðið mitt fyrir heimsmeistaramótið í ár var fyrst og fremst að ná að klára allar greinarnar og skila þeim vel af mér. Markmiðið númer tvö var svo að bæta heimsmetið í réttstöðulyftu sem hefur verið draumur hjá mér lengi og þriðja og síðasta markmiðið mitt var að bæta minn sameiginlega árangur. Það hefði verið ákveðinn bónus að ná verðlaunasæti en þegar allt kemur til alls þá er ég stoltur af frammistöðu minni á mótinu,“ sagði Júlían í samtali við Morgunblaðið í gær.

Júlían er fæddur árið 1993 en hann lagði mikla áherslu á tæknilegan þátt kraftlyftinganna, í aðdragana mótsins, og segir að það hafi skilað sér miklu þegar á hólminn var komið.

Nánar er rætt við Júlían í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert