Snæfríður setti Íslandsmet í skriðsundi

Snæfríður Sól Jórunnardóttir.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Ljósmynd/Sundsamband Íslands

Snæfríður Sól Jórunnardóttir setti Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í 25 metra laug í Danmörku í gær þar sem hún keppir með liði sínu, AGF í Árósum, í dönsku bikarkeppninni nú um helgina.

Snæfríður synti á tímanum 1:58,97 mínútur og bætti þar með 11 ára gamalt met sem Sigrún Brá Sverrisdóttir setti í Riga í Lettlandi árið 2008. Þá synti Snæfríður á tímanum 56,54 sekúndu í 100 metra skriðsundi og varð í þriðja sæti. 50 metra skriðsund synti hún einnig í gær á tímanum 26,47.

mbl.is