Hafdís fær eitt tækifæri í viðbót

Hafdís Sigurðardóttir
Hafdís Sigurðardóttir mbl.is/Árni Sæberg

Langstökkvarinn Hafdís Sigurðardóttir hafnaði í öðru sæti á Norðurlandamótinu innanhúss í frjálsum íþróttum, sem fram fór í Bærum í Noregi í gær.

Hafdís stökk lengst 6,34 metra sem er talsvert frá hennar besta árangri í ár sem er 6,49 metrar. Taika Koilathi frá Finnlandi stökk lengst allra eða 6,38 metra.

Hafdís hugðist ná lágmarksárangri til þátttöku á Evrópumeistaramótinu innanhúss á Norðurlandamótinu. Lágmarksárangurinn er 6,50 metrar. Hafdís fær eitt tækifæri til viðbótar til að ná EM-lágmarkinu um næstu helgi á móti í Laugardalshöll

Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi en hún hljóp á tímanum 2.01,18 mínútum. Þórdís Eva Steinsdóttir tók þátt mótinu og hafnaði hún í fimmta sæti í 400 metra hlaupi á tímanum 55,78 sekúndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »