Sigurður og Þórunn báru sigur úr býtum

Sigurður Örn Ragnarsson
Sigurður Örn Ragnarsson Ljósmynd/Þríþrautarsamband Íslands

Sprettþraut fór fram í Hafnarfirði í dag í frábæru veðri. 90 keppendur syntu 750 metra í Ásvallalaug, hjóluðu 20 km á Krísuvíkurvegi og hlupu 5 km í Vallahverfinu. 

Sigurvegarar voru Sigurður Örn Ragnarsson Breiðabliki á nýju brautarmeti og Þórunn Margrét Gunnarsdóttir í Ægi.

Sigurður kom í mark á 56:12 mínútum og var þremur mínútum á undan Hákoni Hrafni Sigurðssyni sem varð annar. 

Þórunn Margrét kláraði þrautina á 1:10,22 klukkutíma og var einni og hálfri mínútu á undan Rannveigu Önnu Guicharnaud sem varð önnur. 

mbl.is